Uppsetning í máli og myndum

Skref 1

Skrúfið fyrir vatnið í klósettinu. Vatnsinntakið er almennt við hlið klósetttanksins. Sturtið síðan niður til að tæma allt vatn úr tankinum.

Skref 2

Fjarlægið klósettsetuna með því að skrúfa hana lausa. Festingar eru almennt tengdar beint við klósettskálina.

Skref 3

Setjið búnaðinn á klósettið. Staðsetjið bossableytinn svo festingar passi við festigöt fyrir klósettsetuna.

Skref 4

Festið klósettsetuna að nýju með sömu festingum og voru notaðar áður.

Skref 5

Losið vatnstengi í klósetttankinn og skrúfið á T-tengi á tankinn.

Skref 6

Festið vatnsslöngu í T-tengi og þaðan yfir í bossableytinn.

 

Skref 7

Festið vatnsslöngu úr inntaki á neðri enda T-tengis á klósetttankinum.

Jibbý! Kalda komið á

Hér með er kaldavatnstengið tengt. Haltu áfram ef þú vilt tengja heita vatnið líka.

Skref 8

Skrúfið fyrir heita vatnið þar sem á að sækja það. Gætið varúðar og athugið sérstaklega hvernig sé skrúfað fyrir svo heitt vatn spýtist ekki út.

Aftengið heitavatnsslönguna.

 

Skref 9

Tengið T-tengi í heitavatnsinntakið.

Losið róna sem er á T-tenginu og þræðið á hvítu heitavatnsslönguna. Festið slönguna á stútinn á T-tenginu og skrúfið síðan róna fasta.

 

 

Skref 10

Festið heitavatnsslönguna sem var áður að nýju á T-tengið.

 

 

Skref 11

Tengið heitavatnsslönguna í bossableytinn. Skrúfið frá vatninu og þetta er klappað og klárt!

Til hamingju!

 

 

0
    0
    Karfan þín
    Karfan þín er tómTil baka í verslun