Algengar spurningar

 

Fyrir kaup

Passar bossableytirinn á klósettið mitt?

Allar mælieiningar sem skipta máli má sjá á þessari yfirlitsmynd. Auðvelt er að mæla fyrir því hvort búnaðurinn passi en hann passar auðveldlega á flest klósett á Íslandi.

A Miðja klósetts að brún: MIN 19cm

B Bil milli festinga klósettsetu: MIN 8.89cm MAX 20.95cm

C Festing að vegg/vatnstanki: MIN 2.54cm

D Festing að klósettskál/opi: MIN 3.175cm MAX 8.89cm

E Miðja klósettskálar að vegg: MIN 29.21cm

 (fyrir okkur: Við erum bara með NEO series svo það má jafnvel klippa út hluta af myndinni. Einnig á seinni skýringarmyndin með fitting guide ekki við þar sem það er fyrir eitthvað Luxelet sem við erum ekki með).

Hvað fylgir með bossableytinum og passar það á klósettið mitt?

Með fylgja allar helstu slöngur og tengingar sem passa á íslenskar pípulagnir. Ske kynni að á þínu baðherbergi séu „óvenjuleg“ tengi er auðvelt að leysa allt slíkt í einni ferð í BYKO/Húsasmiðjuna/Bauhaus. Að sama skapi bjóðum við upp á að tengja þig við pípara sem þekkir búnaðinn okkar og getur afgreitt málið fyrir þig hratt og örugglega – við ábyrgjumst þó ekki vinnubrögð einstaka iðnaðarmanna.

Hversu langt út fyrir klósettið nær búnaðurinn?

Ekki mjög langt! Það þurfa í minnsta lagi að vera 29.21cm frá miðju klósettskálarinnar eða 12.7cm frá klósettbrún.

 

Verður bil á milli klósettsetunnar og skálarinnar eftir að búnaðinum hefur verið komið fyrir?

Þetta veltur á lögun klósettskálarinnar og þykkt festinga klósettsetunnar. Í flestum tilfellum er þetta ekki vandamál en dúkki þetta upp í þínu tilfelli er auðvelt að laga þetta með púðum sem settir eru á klósettsetuna sem eru fáanlegir í öllum helstu verslunum og bráðlega hér hjá okkur líka.

 

Hefur búnaðurinn hlotið einhverja öryggisvottun?

Já, ASME (American Society of Mechanical Engineers) hefur vottað búnaðinn.

Úr hverju er bossableytirinn gerður?

Sterku en sveigjanlegu plasti sem auðvelt er að þvo. Innan í búnaðinum er svo notast við keramík og málma þar sem vatnið flæðir. Búnaðurinn er byggður til að endast og standast tímans tönn.

 

Get ég bætt þessum búnaði við í húsbílinn minn (og álíka klósett)?

Já, svo lengi sem búnaðurinn passar undir klósettsetuna (sjá svar: Passar bossableytirinn á klósettið mitt?). Þetta veltur þó helst á því hvort það sé vatnsinntakið sé aðgengilegt en almennt er hægt að komast að því. Við raunar mælum eindregið með búnaðinum okkar fyrir húsbíla til að auka hreinlæti í ferðalaginu.

 

Þar sem varan notar ekki rafmagn, er nægur vatnsþrýstingur til að hún virki?

Já, vatnsþrýstingur á Íslandi er almennt hár. Á meðan fólk lærir að nota búnaðinn mælum við með því að fólk fari varlega svo allir hafi gaman að, þetta á sérstaklega við um börn.

 

Er einhver hámarksþyngd sem búnaðurinn þolir?

Búnaðurinn á að þola flesta vel en ekki er ráðlagt að einstaklingur þyngri en 160kg noti búnaðinn.

 

Eiginleikar 

Hvað þýðir „sjálfshreinsibúnaður“?

Til að auka hreinlæti er hægt að skola stútana í vatnsflaumi án þess að koma við þá.

 

Til hvers er stútaskjöldurinn og hvað er hann?

Til að auka hreinlæti er skjöldur fyrir stútunum sem ver þá fyrir skvettum og öðrum … aðskotahlutum. Skjöldurinn er fyrir búnaðinum öllum stundum en auðvelt er að taka hann frá til að þrífa í kring.

 

Búnaðurinn er með tvo stúta – til hvers?

Búnaðurinn notar tvo stúta til að skola þig: Bossaskolara og dömuskolara. Dömustillingin hallar í aðeins aðra átt en bossaskolarinn og er með örlítið mildara vatnsflæði – við mælum þó með að kynna sér búnaðinn í rólegheitinum og þá sérstaklega ef börn munu nota hann.

 

Hvað er öðruvísi við „dömustillinguna“ á bossableytinum?

Búnaðurinn notar tvo stúta til að skola þig: Bossaskolara og dömuskolara. Dömustillingin hallar í aðeins aðra átt en bossaskolarinn og er með örlítið mildara vatnsflæði – við mælum þó með að kynna sér búnaðinn í rólegheitinum og þá sérstaklega ef börn munu nota hann.

Get ég notað heitt vatn í NEO 185?

Tæknilega séð er ekkert því til fyrirstöðu en við mælum alls ekki með því. Heita vatnið á Íslandi er heitt og treystu okkur, því vilt fá kalda vatnið líka.

Hver er munurinn á NEO 320 og NEO 185?

NEO 320 býður upp á valmöguleikann að nota heitt og kalt vatn en NEO 185 býður einungis upp á kalt vatn.

Get ég notað bara kalt vatn í NEO 320?

Já, ekkert mál. Með græjunni fylgir tappi sem lokar á heitavatnsinntakið ef þig langar að hafa það svoleiðis.

Kemur vatnið úr bossableytinum úr vatnstankinum?

Nei, vatnið kemur beint úr pípunum og fer aldrei inn í vatnstankinn.

 

Um vatnsþrýsting og heitt vatn

Vatnsþrýstingur á Íslandi er nokkuð hár. Við mælum með því að fara rólega af stað þegar búnaðurinn er notaður í fyrsta skiptið svo að upplifunin sé góð. 

Heitt vatn á Íslandi er mjög heitt. Sérstök aðgát skal höfð þegar börn eru að nota búnaðinn og það er mikilvægt að kenna þeim vel á hann svo allir hafi gaman að.

0
    0
    Karfan þín
    Karfan þín er tómTil baka í verslun